Lífsráðgjöf Guðna byggist á GlóMotion heilræktarfræðunum og er sniðin að þörfum einstaklinga, para eða að starfsvettvangi. Tilgangurinn er að greina fyrst viðnám, tregðu eða aðrar áskoranir í hegðun og ferlum. Síðan er athyglinni beint í farveg lausna með notkun umgjarða sem byggjast á skrefunum sjö til varanlegrar velsældar. Velsæld er áunnin og er í raun ferli sem byggist á ákveðum athöfnum og þakklæti, þar sem þakklæti er vera en vanþakklæti er fjarvera.

Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Áskorunin og tækifærið felst í að vakna til vitundar og verða valfær og ábyrgur einstaklingur, skilgreina hvað þú vilt og hvaða tilgang það hefur, öðlast heimild til framgöngu og árangurs, lifa í viðvarandi vitund og njóta síðan ferðalagsins í stöðugu þakkæti.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar og verðtilboð

 

 
TÍMAR Í DAG